á endalausu ferðalagi...
föstudagur, október 29, 2004
Ég hélt einu sinni að strætisvagnabílstjórar í Reykjavík væru sér þjóðflokkur út af fyrir sig. Núna um daginn komst ég að því að blessuðu strætóbílstjórarnir hér í bæ eru bara alveg eins! ÉG stóð við hliðina á strætó og bílstjórinn yppti bara öxlum og keyrði af stað í staðin fyrir að opna hurðina. Þetta þýddi að ég þurfti að bíða í 15 mín. eftir næsta! Þetta þýddi sem sagt að ég kom heim á sama tíma eins og venjulega, það bara skipti ekki máli að ég hafði náð strætóinum á undan en ég vanalega næ upp í háskóla!!
Ég var svolítið svekkt en það lagaðist og huggaði mig við það að strætóbílstjórar eru greinilega allstaðar eins!

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.